InstaVolt er leiðandi í uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla og kynnir sérstakt tilboðsverð til að fagna upphafi íslenska sumarsins og styðja við ökumenn rafbíla þar sem æ fleiri ferðamenn stefna til þessa stórkostlega lands.

Nýtt verð er 48 kr á hvert kW og hefur tekið gildi strax. Það mun gilda í þrjá mánuði á öllum hraðhleðslustöðvum InstaVolt á Íslandi.

Þar á meðal er aðalhleðslustöð InstaVolt, sem er jafnframt sú stærsta á Íslandi með 20 hleðslutæki, og var opnuð í júní á síðasta ári við Courtyard by Marriott hótelið, aðeins fimm mínútur frá Keflavíkurflugvelli.

Þetta glænýja tilboð frá InstaVolt er einnig í boði á hleðslustöðinni við garðyrkjustöðina Friðheima sem státar af fjórum sérlega hraðvirkum 160 kW hleðslutækjum. Þetta er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins og algengur viðkomustaður þegar Gullni hringurinn er farinn þar sem hann er í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá hinum heimsfrægu goshverum í Haukadal og 30 mínútum frá Gullfossi.

InstaVolt, sem er þekkt fyrir áreiðanleika og þægindi þar sem hægt er að greiða með snertilausum debet- eða kreditkortum, er með áætlanir um að setja upp 200 stöðvar á Íslandi á næstu tveimur árum.

Adrian Keen, forstjóri InstaVolt: „Nú þegar sumarið er handan hornsins viljum við að landsmenn og ferðamenn viti að okkar áreiðanlega hleðslunet er ávallt við höndina og býður ekki aðeins upp á mikið fyrir peninginn heldur hraðhleðslu sem mun gera ökumönnum rafbíla kleift að hlaða og komast aftur af stað á stuttum tíma.“

InstaVolt er að setja upp nýjar sérlega hraðvirkar hleðslustöðvar í Reykholti, á Siglufirði og Húsavík en allir þessir staðir munu njóta þessa nýja og lága tilboðsverðs.