Stuðningur fyrir ökumenn rafbíla: ALGENGAR SPURNINGAR
Ekki láta hleðslukvíðann ná yfirhöndinni. Farðu yfir algengar spurningar fyrir ökumenn rafbíla og eigendur hleðslusvæða til að öðlast sérþekkingu á rafbílum!
A.
Nei. Við leggjum okkur fram um að gera hleðslu rafbíla auðvelda fyrir alla, þar á meðal samstarfsaðila okkar. Þess vegna veitum við þjónustu allan sólarhringinn, hvenær og hvar sem viðskiptavinir okkar þurfa á að halda.
Tæknimenn okkar og viðhaldsteymi á landsvísu vinna kvölds og morgna um allt Bretland til að tryggja að netið okkar sé ávallt vel starfhæft fyrir viðskiptavini okkar. Ef þeir þurfa aðstoð geta þeir hringt í ókeypis hjálparlínu okkar fyrir ökumenn í síma 0808 281 4444.
A.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem við hjá InstaVolt tryggjum að hleðslubúnaðurinn okkar sé tryggður fyrir framtíðina. Uppfæra má búnaðinn sem við notum eftir því sem þróun rafhlöðutækni fleytir fram, sem þýðir að við þurfum ekki að fjarlægja hann eða skipta honum út eftir því sem tæknin þróast.
A.
Við erum með allar nauðsynlegar tryggingar, þar á meðal ábyrgðartryggingu upp á 10 milljónir punda. Það þýðir að þið þurfið ekki að ganga frá neinni viðbótartryggingu, þótt við mælum með því að þið látið tryggingafélagið ykkar vita að hleðslubúnaður hafi verið settur upp á staðnum.
A.
Við leggjum okkur fram um að gera hleðslu rafbíla auðvelda fyrir alla, þar á meðal samstarfsaðila okkar. Þegar þú samþykkir að setja upp hleðslubúnað frá okkur sjáum við um allt, þar á meðal að fá leyfi frá skipulagsyfirvöldum, tryggja tengingar við rafveitukerfið og setja búnaðinn upp.
A.
Í dæmigerðri uppsetningu eru tvær hleðslustöðvar. Til að koma þeim fyrir myndum við leigja lítinn landskika, um það bil á stærð við tvö bílastæði.
A.
Áður en hægt er að ganga frá nokkru þarf starfsfólk okkar að heimsækja staðinn til að ganga úr skugga um að uppsetning sé raunhæf. Að því loknu ræðum við saman um viðskiptahliðina (til dæmis leigutekjur sem við greiðum þér).
Því næst gerum við nokkrar ítarlegar kannanir á staðnum áður en við göngum frá samkomulagi við þig um uppsetningu hleðslustöðvanna. Síðan sendum við inn umsóknir um skipulag og rafveitu fyrir þína hönd. Þegar leyfi berst fyrir því að hefjast handa setjum við hleðslubúnaðinn upp og tengjum hann við rafveitukerfið.
Þegar búið er að setja hleðslubúnaðinn upp og hann er orðinn starfhæfur höldum við áfram að fylgjast með og viðhalda honum. Við erum með stöðuga viðhaldsáætlun sem felur í sér reglubundna hreinsun á hleðslubúnaðinum til að viðhalda góðu ástandi hans.
A.
Uppsetningin tekur þrjá til fjóra virka daga og við vinnum með ykkur til að tryggja að sem minnst truflun verði.
A.
Alls ekki neitt. Þjónusta okkar er fjármögnuð að fullu og nær til þátta eins og umsókna til skipulagsyfirvalda og uppsetningar, tengingar við rafveitu og viðhalds. Eins greiðum við þér leigu fyrir afnot af svæðinu þínu.
A.
Við fáum tekjur af því að selja ökumönnum rafmagn. Eftir því sem rafbílum heldur áfram að fjölga á götunum, og með nýrri löggjöf í Bretlandi sem kveður á um að allir nýir bílar skuli vera rafknúnir fyrir árið 2030, munum við hagnast á fjárfestingu okkar og geta stækkað netið.
A.
Leigusamningurinn getur gilt í 10 til 30 ár, skuldbinding sem gerir þér kleift að fjárfesta í grunnvirkjum fyrir rafbíla auk tekjuaukningar og fleiri viðskiptavina.
A.
Að hlaða með InstaVolt er leikur einn. Þú þarft aðeins að:
Snertu skjáinn eða greiðsluvélina með snertilausu debet- eða kreditkorti til að byrja. Þú getur einnig greitt með InstaVolt-forritinu okkar.
Jafnstraumshleðslubúnaðurinn frá InstaVolt er hannaður fyrir hvaða rafbíl sem er með tenglum fyrir CCS-hleðslutengi eða CHAdeMO. Þú getur einfaldlega stungið í samband og ýtt á „Byrja“.
Þegar þessu er lokið er nóg að ýta á [1}Stöðva{2], fjarlægja hleðslusnúruna og greiða aðeins fyrir það sem þú notaðir. Eins einfalt og hugsast getur!
Ekki hafa áhyggjur, þegar þú notar eina af hraðhleðslustöðvunum okkar verða ávallt skýrar leiðbeiningar á staðnum.
A.
Allur hleðslubúnaður okkar fyrir rafbíla er hraðhleðslubúnaður með 50 kW+. Hraðhleðslubúnaður er ein fljótlegasta leiðin til að hlaða rafbílinn þinn. Samkvæmt Zap-Map getur venjulegur rafbíll náð 80% hleðslu á um það bil 20–60 mínútum, allt eftir afköstum rafhlöðunnar og hleðslustigi rafhlöðunnar við upphaf hleðslunnar.
A.
InstaVolt-hleðslubúnaður fyrir rafbíla skilar aflmikilli hleðslu með jafnstraumi frá 50 kW til 150 kW með stöðluðum jafnstraumstenglum. Meirihluti hleðslubúnaðar fyrir almenning í Bretlandi býður upp á hægari hleðslu, frá 7 kW til 22 kW.
InstaVolt er meðal þriggja stærstu hraðhleðslunetanna í Bretlandi.
A.
Auglýstur hleðsluhraði hleðslustöðva í kílóvöttum segir til um hámarksafl sem hleðslustöðin getur veitt ökutæki. Ekki er hægt að ábyrgjast þetta afl hleðslustöðvarinnar þar sem margar utanaðkomandi breytur hafa áhrif á þetta, til dæmis stærð rafhlöðu, hitastig og hleðslustaða.
Þar sem við rukkum fast gjald á kWh er viðskiptavinur aðeins rukkaður fyrir það rafmagn sem veitt er í hleðslunni, óháð því hversu hratt það er veitt.
A.
Allir rafbílar sem geta tekið við jafnstraumshleðslu og eru hlaðnir með stöðluðum jafnstraumstenglum geta notað hraðhleðslubúnaðinn okkar.
A.
Allar InstaVolt-hleðslustöðvar eru búnar CHAdeMO- og CCS2-tenglum.
A.
Hleðslustöðvarnar okkar eru með fastri snúru, svo með örfáum undantekningum (sjá hér fyrir neðan) þarftu ekki að koma með eigin snúru.
Þau sem aka Tesla af gerðum S og X þurfa millistykki fyrir CHAdeMO- eða CCS-hleðslutengi, sem hægt er að kaupa hjá söluaðila Tesla.
Tesla af gerð 3 er samhæf við hleðslu með CCS-hleðslutengi án millistykkis.
A.
Það kostar ISK 75 á kWh að nota allan hleðslubúnað frá InstaVolt, án þess að hafa þurfi áhyggjur af óvæntum tengi- eða aðildargjöldum. Með öðrum orðum verður enginn óvæntur kostnaður við greiðsluna.
Við trúum því að rafakstur eigi að vera fyrir alla og því þarftu ekki að hafa áhyggjur af aðild eða RFID-kortum þegar þú hleður með InstaVolt.
A.
Það er auðvelt að finna okkur! Við höfum komið upp hleðslubúnaði á fleiri en 700 stöðum víðsvegar um Bretland og erum að stækka netið dag frá degi. Þú finnur allar hraðhleðslustöðvarnar okkar á InstaVolt-kortinu okkar eða í forritinu gegnum kortið yfir staðsetningar. Við erum einnig skráð á Zap-Map.com, National ChargePoint Registry og í ChargePoint-forritið.
A.
Nei. Teymið hjá InstaVolt veit að viðskiptavinir okkar vilja ekki láta koma sér á óvart nema með köku! Þess vegna kemur ekkert á óvart í verðinu þegar þú hleður hjá okkur. Þú þarft ekki að greiða neitt tengigjald eða mánaðarlegt aðildargjald, heldur þarftu bara að borga fyrir það sem þú notar.
A.
Ef þú þarft aðstoð á meðan þú hleður hjá okkur skaltu hringja í ókeypis hjálparlínu okkar fyrir ökumenn í síma 0808 281 4444 Við veitum þjónustu allan sólarhringinn hvenær og hvar sem þú þarft.
Tæknimenn okkar og viðhaldsteymi á landsvísu vinna kvölds og morgna um allt Bretland til að tryggja að netið okkar sé ávallt vel starfhæft fyrir viðskiptavini okkar.
A.
Þar sem hægt er reynum við að tryggja aðgengi á stöðvunum okkar. Gott aðgengi er ofar öllu hjá okkur til að tryggja að rafakstur sé vænlegur kostur fyrir alla.
Aftur á móti þurfum við, líkt og aðrir í þessari atvinnugrein, að takast á við áskoranir þegar kemur að plássi – einkum við endurbyggingu á stöðum sem fyrir eru. Hins vegar höfum við meiri stjórn yfir skipulagningunni þegar við setjum upp hleðslustöð frá grunni og getum þá sett fleiri svæði með góðu aðgengi inn í hönnunina.
A.
Ef þú greiðir með snertilausu kredit- eða debetkorti 2.500kr forheimild skráð tímabundið á kortið. Það er til þess að staðfesta kortið og gæti birst á reikningnum þínum sem „Færsla í bið“. Upphæð þessarar forheimildar verður afturkölluð og henni skipt út fyrir upphæðina sem þú greiðir fyrir kWh við hleðsluna.
Hafðu í huga að þessi leiðrétting getur tekið nokkra daga, allt eftir bankanum þínum. Hafðu í huga að forheimildin er alltaf skráð þegar kort er látið snerta hleðslubúnaðinn eða greiðsluvélina. Ef þú getur ekki hafið hleðslu í fyrstu tilraun mælum við með því að þú hringir í þjónustusímann okkar, +354 414 4040.
Til að forðast að forheimild sé innheimt hjá þér skaltu skrá þig í InstaVolt-forritið.
A.
Ef engin orka er veitt verður forheimildin fyrir 4.500kr afturkölluð innan 5–10 virkra daga, allt eftir því hversu langan tíma það tekur bankann þinn að vinna úr færslum upp á 0.00kr.
Hafðu í huga að starfsfólk InstaVolt getur ekki rætt fyrirspurnir sem tengjast bankanum þínum. Ef upphæð forheimildarinnar er ekki endurgreidd innan 5–10 virkra daga skaltu leita frekari aðstoðar hjá bankanum.
A.
Auglýstur hleðsluhraði hleðslustöðva í kílóvöttum segir til um hámarksafl sem hleðslustöðin getur veitt ökutæki. Ekki er hægt að ábyrgjast þetta afl hleðslustöðvarinnar þar sem margar utanaðkomandi breytur hafa áhrif á þetta, til dæmis stærð rafhlöðu, hitastig og hleðslustaða.
Þar sem við rukkum fast gjald á kWh er viðskiptavinur aðeins rukkaður fyrir það rafmagn sem veitt er í hleðslunni, óháð því hversu hratt það er veitt.
A.
Til að fá kvittun með VSK geturðu annaðhvort farið í VSK-gerð hjá okkur á netinu eða notað forritið til að flytja út kvittun með VSK fyrir hleðsluna þegar þú hleður með forritinu.
Ef þú þarfnast aðstoðar við að fá kvittun með VSK skaltu senda tölvupóst á [email protected] með eftirfarandi upplýsingum um kaup:
A.
Þó að InstaVolt setji ekki reglur um hámarksdvöl eru ökumenn hvattir til að færa bílana sína þegar hleðslu er lokið svo aðrir ökumenn geti komist að til að hlaða sína bíla. Ökumönnum er einnig ráðlagt að fara að öllum reglum um stöðumælaeftirlit á staðnum þar sem hleðslubúnaðurinn er. Ekki er hægt að gera neinar bótakröfur á hendur InstaVolt vegna sekta sem lagðar eru á vegna þess að reglum um bílastæði á staðnum er ekki fylgt.
A.
Nei. InstaVolt starfar á landi undir stjórn þriðju aðila, og því verða ökumenn sem nota InstaVolt-hleðslustöðvarnar að sæta gildandi stöðumælaeftirliti sem finna má upplýsingar um á merkingum á staðnum.
A.
Ef hægt er skaltu tala við móttökuna eða afgreiðsluna á staðnum þar sem þú ætlar að hlaða til að reyna að athuga hvort hægt sé að finna eiganda bílsins. Ef það er ekki hægt skaltu senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um staðinn þar sem þú reyndir að hlaða, dagsetningu og tíma. Við getum deilt þessum upplýsingum með samstarfsaðilum okkar á staðnum og unnið með þeim til að minnka líkurnar á að þetta gerist aftur.