Working at InstaVolt Iceland
Working at InstaVolt Iceland
Working at InstaVolt Iceland

Stefna okkar

Við stefnum öll að sama marki: að sjá til þess að núverandi ökumenn rafbíla og þeir sem síðar koma geti treyst því að skipti yfir í rafmagn séu góður kostur fyrir þá, og fyrir umhverfið.

Við trúum að með því að bjóða upp á nýjar og sjálfbærar lausnir fyrir hleðslu rafbíla muni fleira fólk taka þessari breytingu fagnandi og komast að því hvað rafakstur er áreiðanlegur og einfaldur, og besta leiðin til þess er að nota hraðhleðslubúnað frá InstaVolt.

Frá stofnun hefur fyrirtækið vaxið hratt, en við höfum þó ekki látið staðar numið. Eftir því sem fleiri ökumenn velja daglegan rafakstur er það hlutverk okkar að bæta innviði fyrir rafbíla á degi hverjum til að tryggja að fólk beri traust til rafbíla!

Vertu hluti af rafbílabyltingunni

Þú verður hluti af langtímaáætlun um að þróa og bæta innviði fyrir rafbíla. Þessi áætlun sem nær til alls landsins býður upp á aukin tækifæri í atvinnugreininni, þar sem InstaVolt ryður brautina í hraðhleðslulausnum.

EQT Infrastructure hefur fjárfest í InstaVolt til að styðja við markmið okkar um að bæta innviði hraðhleðslu um allan heim.

Virðing og gott orðspor

Sem hluti af teyminu færðu góða þjálfun hjá sérfræðingum og möguleika á þróun í starfi til að byggja á traustu orðspori okkar meðal ökumanna og innan rafbílaiðnaðarins.

Við höfum hlotið margvísleg virt verðlaun og viðurkenningar frá sérfræðisamtökum á sviði rafbíla.

Uppbygging og vöxtur

Vertu hluti af kraftmiklu teymi sem vinnur hratt og vel. Störf hjá InstaVolt gefa starfsfólki kost á að byggja upp farsælan feril og vernda plánetuna á sama tíma.

Við erum stolt af að bjóða upp á það hraðhleðslunet fyrir rafbíla sem flestir í Bretlandi velja, en við gætum ekki gert það án starfsfólksins!

Umhverfisvænn rekstur

Þú verður hluti af teymi sem er annt um framtíðina. Markmið okkar er að bjóða upp á grænni lausnir fyrir alla ökumenn rafbíla, og við viljum að starfsfólkið okkar sé hluti af þeirri vegferð.

Allt rafmagn sem fæst í hleðslubúnaðinum okkar kemur frá 100% endurnýjanlegum orkugjöfum, þar sem við byggjum á traustu orðspori okkar sem sjálfbært orkufyrirtæki.

Núverandi laus störf