Car park of EV chargers
Car park of EV chargers
Car park of EV chargers

Fleiri viðskiptavinir

Með fjölgun tryggra viðskiptavina sem nota hraðhleðslubúnaðinn okkar fyrir rafbíla muntu fá aukna umferð á staðinn þinn.

Við erum vinsælasti þjónustuaðilinn sem býður upp á áreiðanlega hraðhleðslu fyrir rafbíla og erum aðalhleðslunetið fyrir fjölda fyrirtækja.

Lengri stopp

Viðskiptavinir eyða tíma og peningum hjá þér á meðan þeir bíða eftir að bílarnir hlaðist – sem gerir þér kleift að ná enn betur til viðskiptavinanna.

Viðskiptavinir okkar eru ánægðir með aðstöðuna á staðnum sem stendur þeim til boða þegar þeir nota netið okkar og heimsækja gjarnan veitingastaði, kaffihús og verslanir á meðan þeir hlaða.

Gott orðspor

Vertu skrefi á undan keppinautunum með því að setja upp hraðhleðslubúnað fyrir rafbíla til að veita viðskiptavinum þínum betri þjónustu og treysta orðsporið.

Allt rafmagn sem fæst í hleðslubúnaðinum okkar kemur frá 100% endurnýjanlegum orkugjöfum, þar sem við byggjum á traustu orðspori okkar sem sjálfbært orkufyrirtæki.

£

Auknartekjur

Gerðu þitt fyrir umhverfið – án endurgjalds! Við greiðum þér sem samstarfsaðila leigu fyrir afnot af svæðinu og sjáum einnig um alla skipulagsáætlun, uppsetningu og viðhaldskostnað.

Frekari ávinningur felst í aukinni umferð og viðskiptum ökumanna rafbíla, sem munu heimsækja fyrirtækið þitt á meðan þeir hlaða.

Við höfum þegar hafið samstarf við marga frábæra samstarfsaðila

Við viljum að viðskiptavinurinn fái góða upplifun af hleðslunni. Við teljum að það feli í sér öryggi, mat og drykk, afþreyingu eða afslöppun. Það er það sem ræður því hvar við komum hleðslubúnaðinum okkar fyrir.

Adaltorg logo
Adaltorg logo
Fridheimar logo
Fridheimar logo

Hverjum gagnast þetta?

Rekstraraðilar útisvæða, bensínstöðvar, verslanir, afþreyingarþjónusta, veitingastaðir og sveitarstjórnir eru aðeins brot af þeim fyrirtækjum og stofnunum sem við erum í samstarfi við. Fáðu öruggar tekjur í allt að 30 ár með því að vera með í InstaVolt-netinu. Hafðu samband við teymið okkar til að fá frekari upplýsingar.

View case studies

Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna með InstaVolt að því að setja upp stærsta hraðhleðslugarð Íslands hér við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll gerir það að verkum að staðsetningin hentar fullkomlega, jafnt fyrir rafbílaflota bílaleigufyrirtækjanna sem rafbílaeigendur, sem nú geta nýtt sér þjónustuna á Aðaltorgi á meðan þeir hlaða

Ingvar Eyfjörð Framkvæmdastjóri/CEO

Nýjar tekjulindir fyrir landeigendur

Gakktu til liðs við rafbílabyltinguna og njóttu hagnaðarins. Kynntu þér fjárhagslegan ávinning af samstarfi við InstaVolt.

Þú finnur svörin í algengum spurningum

Hýsing InstaVolt-hleðslustöðvar.

Fáðu frekari upplýsingar um hýsingu InstaVolt-hleðslustöðvar með því að senda okkur skilaboð. Við höfum samband við þig með svörin

Upplýsingar um beiðni

Spurningar um hýsingu hleðslubúnaðar?

Ef þú ert með spurningu um hvernig þú gerist samstarfsaðili höfum við safnað saman algengustu spurningunum á svæðinu fyrir algengar spurningar.

Þú finnur svörin í algengum spurningum