White EV on charge
White EV on charge
White EV on charge
£

Einföld gjöld

Það kostar 75 kr. á kWst að nota allan hleðslubúnað frá InstaVolt – án þess að hafa þurfi áhyggjur af földum kostnaði eins og óvæntum tengi- eða aðildargjöldum.

Við erum stolt af að vera gagnsæ og opin og bjóða upp á þjónustu með einfaldri greiðslu eftir notkun, án þess að neitt komi á óvart.

Áreiðanlegog traust

Við veitum þjónustu allan sólarhringinn hvenær og hvar sem þú þarft. Með 99,8% virkni um allt netið finnst okkur þó ólíklegt að þú þurfir oft á okkur að halda!

Tæknimenn okkar og viðhaldsteymi á landsvísu vinna á virkan hátt kvölds og morgna til að tryggja að netið okkar sé ávallt vel starfhæft.

Snerta til að hlaða

Þú greiðir með snertilausa debet- eða kreditkortinu þínu – það gerist ekki öllu einfaldara!

Við trúum að hleðsla rafbíla eigi að standa öllum til boða, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að vera með aðildarkort eða áskrift til að hlaða hjá InstaVolt.

Hraðhleðsla fyrir rafbíla

InstaVolt-hleðslubúnaður skilar allt að 160 kW aflmikilli hleðslu með jafnstraumi með stöðluðum opnum tenglum.

Bíllinn er hlaðinn í þremur einföldum skrefum! Það er allt sem þarf til að nota hraðhleðslustöðvarnar okkar með jafnstraumi: snerta, hlaða og af stað!

Leiðandi afl í áreiðanleika

InstaVolt er eitt traustasta og þægilegasta hleðslunetið fyrir rafbíla sem í boði er. Með 99,8% áreiðanleika og þjónustu tæknimanna okkar um allt land allan sólarhringinn gerist varla auðveldara að hlaða rafbílaflotann.

Finna hleðslubúnað frá InstaVolt

Leiðandi afl í snertilausri hleðslu

Bíllinn er hlaðinn í þremur einföldum skrefum! Það þarf aðeins þrjú einföld skref til að nota hraðhleðslubúnaðinn okkar með jafnstraumi. 1 – Láttu snertilaust kredit- eða debetkort snerta skjáinn til að hefjast handa. 2 – Stingdu í samband með CCS- eða CHAdeMO-hleðslutengi. 3 – Ýttu á stöðvunarhnappinn að því loknu og greiddu. Eins einfalt og hugsast getur!

Finna hleðslubúnað frá InstaVolt

Leiðandi afl í frábærum staðsetningum

Við viljum að þér finnist bæði öruggt og ánægjulegt að hlaða bílinn. Þess vegna höfum við sett hleðslubúnaðinn okkar upp á hentugum stöðum til að veita þér öruggt skjól og möguleika á að hlaða eigin batterí á meðan beðið er.

Finna hleðslubúnað frá InstaVolt

Leiðandi afl í heiðarlegri verðlagningu

Við vitum að viðskiptavinir okkar vilja ekki láta koma sér á óvart nema með veislu! Þess vegna er enginn falinn aukakostnaður þegar þú hleður hjá okkur. Ekkert tengigjald eða mánaðarlegt áskriftargjald er innheimt, þú borgar bara fyrir það sem þú notar.

Stuðningur fyrir ökumenn rafbíla til að hlaða í þremur einföldum skrefum

Við gerum okkur grein fyrir að það getur verið dálítil áskorun að skipta yfir í rafbíl, en við hjálpum þér að átta þig á hleðslu InstaVolt fyrir rafbíla í þremur einföldum skrefum ...

3 1 2 1 2 3

Hleðslan er lítið mál

1

Snerta til að hlaða

Þú greiðir með snertilausu debet- eða kreditkorti til að hefjast handa.

2

Stinga í samband

Jafnstraumshleðslubúnaðurinn frá InstaVolt er hannaður fyrir hvaða rafbíl sem er með stöðluðum opnum jafnstraumstenglum. Þú getur einfaldlega stungið í samband og ýtt á „Byrja“.

3

Engin áskriftar- eða tengigjöld

Þegar þessu er lokið ýtirðu á „Stöðva“, fjarlægir hleðslusnúruna og greiðir aðeins fyrir það sem þú notaðir. Eins einfalt og hugsast getur!

Hversu mikið geturðu sparað?

Við auðveldum þér að skilja fjárhagslegan ávinning rafbílsins þíns

£181pcm

0
500

Miles driven

Miðað við 40 p á mílu

Finna hleðslubúnað frá InstaVolt

Hleðslubúnaðurinn okkar er á hárréttum stað

Við viljum að viðskiptavinurinn fái góða upplifun af hleðslunni. Við teljum að það feli í sér öryggi, mat og drykk, afþreyingu eða afslöppun. Það er það sem ræður því hvar við komum hleðslubúnaðinum okkar fyrir.

Adaltorg logo
Adaltorg logo
Fridheimar logo
Fridheimar logo

Spurningar um hleðslu rafbíla?

Ef þú ert að íhuga skipti yfir í rafbíl skaltu ekki láta hleðslukvíða draga úr þér kjarkinn. Skoðaðu algengar spurningar til að öðlast sérþekkingu á rafbílum.

Þú finnur svörin í algengum spurningum