Skilmálar

Instavolt Ísland EHF (“InstaVolt”) – staðlaðir skilmálar

1. Túlkun

Í þessum skilmálum (þessum  „skilmálum”) skulu eftirfarandi orð og orðasambönd hafa eftirfarandi merkingu:
Hleðslustöð: Bílahleðslustöðin/svæði sem viðskiptavinurinn hefur fengið úthlutað til að nýta sér þjónustuna.
Gjaldtaka: gjaldið sem sýnt er á hleðsluaðstöðunni og sem viðskiptavinurinn stofnar til fyrir að nota hleðslustöðina.
Hleðslustöð: búnaðurinn sem er auðkenndur sem hluti af þjónustunni ( í eigu InstaVolt) sem viðskiptavinurinn notar til að hlaða rafknúin farartækki með rafmagni;
Hleðsluaðstaða: Hleðslustöðin og þar til gerð hleðslustöð og notkun viðskiptavinarin til að hlaða ökutæki sín með rafmagni;
Viðskiptavinur: viðskiptavinur er sá sem er að nota hleðsluaðstöðuna;
Ófyrirséðir atburðir: atburður sem að InstaVolt hefur ekki stjórn á, sem gerir framkvæmd ógerlega, ólöglega eða ómögulega. Þetta felur í sér án takmarkana, athafnir Guðs, óveður, flóð, óeirðir, eldar, skemmdaverk, borgarleg læti eða uppþot, afskipti borgarlegra eða hernaðarlegra yfirvalda, stríðsaðgerðir eða hernaðarátök eða önnur innlend eða alþjóðleg hörmung eða eitt eða fleiri hryðjuverk eða bilun í orkugjöfum;
Hugverkaréttur: einkaleyfi, réttur til uppfinningar, höfundaréttur og skyld réttindi, vörumerki, viðskiptanöfn og lénsheiti, réttindi til að stofna til, viðskiptavild og rétt til að höfða mál vegna fölsunar, réttindi til hönnunar, gagnagrunnsréttur, réttur til notkunar og verndun trúnaðarupplýsingar (þar á meðal verkkunnáttu ), og öll önnur hugverkaréttindi, og í hverju tilviki sem þeir eru skráðir eða óskráðir og þar með talið allar umsóknir og réttindi til að sækja um og heimilaðar, endurnýjun eða  rétt til að krefjast forgangs frá slíkum réttindum og öllum svipuðum eða sambærilegum réttindum eða verndun sem dregin eru fram eða munu verða til staðar í framtíðinni í hvaða heimshluta sem er.
InstaVolt: þýðir InstaVolt Ísland EHF, íslenskt hlutafélag með kennitölun: 651022-1850, með skráð heimilisfang hjá c/o BDO ehf., Endurskoðun og ráðgjöf, Skútuvogi 1 e, 104 Reykjavik.
Aðilar: InstaVolt og viðskiptavinurinn;
Áskilin greiðsla: þýðir upphæðin átta hundruð og fimmtíu íslenskar krónur (850 ISK), tvö þúsund og fimm hundruð íslenskar krónur (2500 ISK) eða fimm þúsund íslenskar krónur (5000 ISK)
Þjónusta: þjónustan sem InstaVolt á að veita viðskiptavinum samkvæmt skilmálum eins og sett eru fram í skilmála 3;
VSK: virðisaukasattur

2. Almennt

Þessir skilmálar setja réttindi og skyldur viðskiptavinarins við kaup á þjónustunni í samræmi við skilmála þess.
2.1 þessi skilmáli munu teljast samþykkt þegar viðskiptavinurinn byrjar í þjónustu á þeim degi sem samningurinn verður til.

3. Þjónusta

3.1 InstaVolt mun veita viðskiptavinum eftirfarandi þjónustu („Þjónustan”)
3.1.1 getu til að nota hleðsluaðstöðuna til að hlaða ökutæki sitt með rafmagni;
3.1.2 notkun hleðslustöðvar sölustað til að greiða fyrir notkun þeirra á hleðsluaðstöðunni með kredit- eða debetkort; og
3.1.3 notkun hjálparlínu þjónustuvers við notkun þjónustunnar eða tilkynna bilun.
3.2 Hvar sem ChargePoint vélbúnaður er í notkun, er e-MSP þjónusta sem þú ferð í gegn gjaldi, í boði ChargePoint Hollandi, (ChargePoint Network Netherlands, B.V. Hoogoorddreef 56E, 1101 BE Amsterdam) og háð skilmálum ChargePoint https://uk.chargepoint.com/terms_mobile/Chargepoint Netherlands VSK: NL856714392B01 / KvK: 66828147).

4. Ábyrgð viðskiptavinars

4.1 Það verður á ábyrgð viðskiptavinarins að
4.1.1 vinna með InstaVolt og tengdum aðilum í öllum málum sem tengjast þjónustunni;
4.1.2 fara eftir öllum fyrirmælum sem eru birtar á hleðslustöðinni og gefin eru af InstaVolt og tengdum aðilum í tengslum við notkun þjónustunnar;
4.1.3 vera meðvitaður um allar takmarkanir á bílastæðum sem kunna aððvera í grennd við eða tengd við hleðsluaðstöðun;
4.1.4 nota allt efni, búnað, skjöl og aðrar eignir InstaVolt (efni) á hleðsluaðstöðunni á öruggan og ábyrgan hátt og ekki farga eða nota efnin öðruvísi en í samræmi við skriflegar leiðbeiningar frá framleiðanda ökutækis.;
4.1.5 fjarlægið ökutækið þegar það er fullhlaðið og tryggið aðgang að hleðslustöðinn, og að hleðsustöðin sé laus til að gera notandum kleift að nota hleðsluaðstöðuna;
4.1.6. viðskiptavinurinn skal endurgreiða InstaVolt allan kostnað, kröfur, útgjöld og skuldbindingar sem þeir kunna að verða fyrir vegna eða í tengslum við vanrækslu viðskiptavinar á því að fylgja fyrirmælum og öruggri starfsem hleðsluaðstöðunnar.

5. Verð og greiðsla fyrir þjónustuna

5.1 Að teknu tilliti til þjónustunnar sem viðskiptavininum er veitt skal viðskiptavinurinn greiða hleðslugjaldið fyrir notkun á hleðsluaðstöðunni;
5.2 Kostnaður hleðslutíma verður sýndur á hleðslustöðinni og greiðslan fyrir tímann þarf að inna af hendi áður en hleðslutíminn hefst;
5.3 Viðskiptavinur getur greitt hleðslugjaldið með kredit- eða debetkorti sínu í gegnum sölustöð hleðslustöðvarinnar.
5.4 Hleðslugjaldið inniheldur færslugjald til að standa straum af þjónustugjöldum greiðslukorta sem InstaVolt stofnar til;
5.5 Nema annað sé tekið fram, innihalda verð sem InstaVolt gefur upp virðisaukaskatt;
5.6 Hleðslugjaldið birtist á hverri hleðslustöð;
5.7 Hleðslugjaldið verður tekið innan þriggja (3) virkra daga frá því að notkun á þjónustunni er lokið
5.8 Viðskiptavinurinn viðurkennir að greiðsla á notkun þjónustunnar er krafist fyrirfram og banki hans getur haldið eftir áskilinni greiðslu til að standa straum af hleðslugjaldinu í allt að fjórtán (14) virka daga frá notkunardegi þjónustunnar;
5.9 Hleðslustöð sem auglýst hefur opinberlega í kílóvöttum er vísbending um hámarksafl sem hleðslustöðin getur skilað í ökutæki viðskiptavinarins. InstaVolt ábyrgist ekki aflmagnið sem er afhent á hleðslustöð, þar sem það er undir áhrifum frá utanaðkomandi þáttum og hefur engin áhrif á hleðslugjaldskostnað hleðslufærslunnar sem afhent er viðskiptavinum.

6. Truflun á þjónustu

6.1 Hleðslustöðin getur bilað og þurft viðhald án fyrirvara. InstaVolt mun beita  skynsamlegri viðleitni til að veita viðskiptavinum þjónustuna, þó getum við ekki tryggt að þjónstan sé laus við bilun og/eða galla.
6.2 Ef svo ólíklega vill til að það verði truflun á þjónustunni, vinsamlegast tilkynnið það til númerins sem birtist á hleðslustöðinni eins fljótt og auðið er, til að gera okkur kleift til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera við/laga bilunina.
6.3 Ef viðskiptavinurinn getur ekki hlaðið vegna bilunar í hleðsluaðstöðunni og öðrum hleðslustövum á staðnum, og viðskiptavinurinn hefur ekki nægilega hleðslu eftir á rafbílnum sínum til að komast á aðra hleðslstöð á staðnum, InstaVolt eða hlutdeildarfélag þess skal, með háttvísi, leitast við að setja á uppbótarhleðslu, að því tilskildu að viðskiptavinurinn samþykki að gefa upp nafn sitt, heimilisfang og símanúmer og sé reiðubúinn að fá símtal tilbaka til að staðfesta að hann sé ekki að leggja fram falska kröfu.

7. Hugverkaréttindi

7.1 Allur réttur hugverka í eða sem stafar af tengslum við þjónustuna skal vera í eigu InstaVolt;
7.2 Allt efni er einkaeign InstaVolt

8. Takmörkun ábyrgðar

8.1 Ekkert í þessum skilmálum skal takmarka eða útiloka ábyrgð InstaVolt á:
8.1.1 dauða eða líkamstjóni af völdum vanrækslu þess eða vanrækslu starfsmanna þess, umboðsmanna eða undirverktaka;
8.1.2 svik eða sviksamlegar rangfærslur; eða
8.1.3 önnur ábyrgð sem ekki er hægt að takmarka eða útiloka samkvæmt gildandi lögum.
8.2 InstaVolt ber ekki ábyrgð gagnvart viðskiptavinum fyrir:
8.2.1 kostnað vegan viðbótarþjónustu eða varaþjónustu;
8.2.2 hvers kyns vanrækslu eða seinkun á skuldbindingum samvkæmt skilmálum sem orsakast af óviðráðanlegum atburði;
8.2.3 hvers kyns tap eða tjón sem ekki er fyrirsjánlegt;
8.2.4 hvers kyns tap eða tjón (þar á meðal óbeint eða afleidd) af völdum vangetu viðskiptavinarins til að nota hleðsluaðstöðuna og/eða þjónustuna þar sem það er ekki beint af völdum InstaVolt;
8.2.5 hvers kyns galla á hleðslustöðinni og/eða ökutæki viðskiptavinarins sem stafar af því að ekki hefur verið fylgt leiðbeiningum InstaVolt í tenglsum við notkun þjónustunnar og tengingu og/eða aftengingu ökutækis viðskiptavinar við hleðslustöðina
8.2.6 InstaVolt er ekki ábyrgt fyrir neinum kostnaði eða tjóni sem viðskiptavinurinn verður fyrir, sem stafar beint eða óbeint af því að IntaVolt hefur ekki eða vegna tafar geta staðið við skuldbindingar sínar eins og sett er fram í þessum lið 8.

9. Réttur til afpöntunar

9.1 Viðskiptavinur getur hætt við þjónustuna hvenær sem er með því að nota ekki þjónustuna. Hins vegar er hleðslugjaldið fyrir þá þjónustu sem hefur verið veitt, óendurgreiðanlegt.

10. Almennt

10.1 TRYGGING
10.1.1 InstaVolt mun halda í gildi almennri ábyrgðartryggingu að hámarki minnst 5 milljónum punta fyrir hverja kröfu.
10.2 BREYTINGAR Á ÞESSUM SKILMÁLUM
10.2.1 InstaVolt áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er;
10.2.2 allar breytingar á þessum skilyrðum munu öðlast gildi þegar þær hafa verið birtar á heimasíðu okkar og því ættir þú að skoða heimasíðuna reglulega fyrir allar uppfærslur
10.3 Skilmálar þessir verða að lúta og túlka í samræmi við íslensk lög.
10.4 Komi upp ágreiningur sem rís út af eða tengist þessum skilmálum verða InstaVolt og viðskiptavinurinn að reyna að leysa málið með viðræðum. Verði ágreiningur ekki leystur með viðræðum hafa InstaVolt og viðskiptavinurinn möguleika á að senda deiluna fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til úrlausnar.
10.4 HAFÐU SAMBAND
10.4.1 Ef þú vilt hafa samband við InstaVolt getur gert það með því að skrifa til okkar eða hafa samband við okkur í +(354) 414 4040