Hittu teymið

Kjarninn okkar samanstendur af framúrskarandi starfsfólki sem hefur starfað í fremstu röð orkunýtingargeirans í Bretlandi í meira en 30 ár. Þetta teymi á að baki öfundsverðan og árangursríkan feril við yfirumsjón margra stærstu framtaksverkefna til að draga úr losun koltvísýrings í Bretlandi.

Hittu teymið

Anthony

Antony Urquhart

Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs

Antony Urquhart

Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs

Eftir að hafa starfað í 27 ár hjá fjölþjóðlega orkufyrirtækinu SSE gekk Antony til liðs við InstaVolt árið 2022 sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs þar sem hann mun stýra vexti InstaVolt.

Á meðan Antony starfaði hjá SSE gegndi hann stjórnunarstöðum í rúm 19 ár af 27 ára ferli sínum hjá fyrirtækinu, þar á meðal sem fjárfestinga- og sjóðstjóri og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, þar sem hann viðaði að sér reynslu í stórum áætlunum á sviði innviðauppbyggingar, breyttra stjórnunarhátta, afkastaaukningar og viðskiptastjórnunar.

Starf Antonys mun felast sérstaklega í því að standa við þá áætlun InstaVolt að setja upp 10.000 hraðhleðslustöðvar fyrir árið 2032, sem og að skipuleggja og innleiða viðskiptaáætlanir til að efla áhrif fyrirtækisins um land allt.

Matt

Matthew Tunstall

Aðalrekstrarstjóri

Matthew Tunstall

Aðalrekstrarstjóri

Matthew býr yfir meira en 20 ára reynslu í orkugeiranum og á sviði endurnýjanlegrar orku og er vel þekktur á rekstrarsviðinu, enda hóf hann störf hjá InstaVolt á fyrsta degi sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs áður en hann tók við stöðu aðalrekstrarstjóra.

Áður en Matthew hóf störf hjá InstaVolt var hann yfirmaður orkunýtingarsviðs hjá Anesco Ltd, sem er meðal 100 fremstu fyrirtækja í heiminum á sviði hreinnar tækni, og gegndi þar mikilvægu hlutverki við stjórnun orkunýtingarverkefna. Á meðan hann starfaði þar jók hann veltu hjá sínu sviði innan fyrirtækisins í 45 milljónir GBP á aðeins 18 mánuðum. Auk þess sat Matthew í stýrihópum með Orkustofnun Bretlands (Ofgem) og viðskipta-, orku- og iðnaðarráðuneyti Bretlands (áður orku- og loftslagsbreytingaráðuneytinu) þar sem hann lagði sitt af mörkum til mótunar framtíðarstefnu fyrir orkunýtingarmarkaðinn.

Gary Kirkland

Tæknistjóri

Gary Kirkland

Tæknistjóri

Gary, sem býr yfir mikilli reynslu á sviði orkumála og endurnýjanlegrar orku í Bretlandi, gekk til liðs við InstaVolt árið 2020 sem tæknistjóri.

Áður en Gary hóf störf hjá InstaVolt starfaði hann hjá fjölþjóðlega orkufyrirtækinu SSE plc þar sem hann vann að þróun nýsköpunarverkefnisins „Mayflower Complete Lighting Control Systems“ sem miðar að því að draga úr orkunotkun götulýsingar í Bretlandi. Fyrir þann tíma gegndi Gary stöðu yfirmanns hjá Anesco Ltd, orkunýtingarfyrirtækis í fremstu röð.

Gary er ábyrgur fyrir þróunarvinnu við framboð á tæknilausnum fyrir viðskiptavini InstaVolt, þar á meðal InstaVolt-forritinu, sem bætist við framúrskarandi snertilausa greiðsluvalkostinn sem er nú þegar í boði.

Neil Hut

Neil Hutchings

Framkvæmdastjóri alþjóðlegrar þróunar

Neil Hutchings

Framkvæmdastjóri alþjóðlegrar þróunar

Neil, sem er með meira en 25 ára reynslu á sviði endurnýjanlegrar orku, gekk til liðs við InstaVolt árið 2022 sem framkvæmdastjóri alþjóðlegrar þróunar.

Sem framkvæmdastjóri alþjóðlegrar þróunar mun Neil stýra vexti fyrirtækisins inn á Evrópumarkaði, þar á meðal í Portúgal, á Spáni og Íslandi, auk áframhaldandi vinnu við þróun á Írlandsmarkaði í byrjun árs 2023.

Áður en Neil var ráðinn til InstaVolt starfaði hann hjá fjölþjóðlega orkufyrirtækinu SSE og á 23 ára ferli sínum hjá fyrirtækinu gegndi hann meðal annars stöðu framkvæmdastjóra innanlandsþróunar og framkvæmdastjóra síma- og veitulausna. Neil gegndi stjórnunarstöðum í rekstrar- og tækniþjónustu hjá orkunýtingarfyrirtækinu Anesco áður en hann stofnaði eigið orkuráðgjafarfyrirtæki.

Laura Ward

Sviðssjóri lögfræðisviðs

Laura Ward

Sviðssjóri lögfræðisviðs

Laura hefur langa reynslu af lögfræðistörfum innan fyrirtækja en hóf störf hjá InstaVolt árið 2017 eftir rúmlega 10 ára reynslu af lögfræðistörfum á sviði endurnýjanlegrar orku.

Sem sviðsstjóri lögfræðisviðs ber Laura ábyrgð á lögfræðingateymi fyrirtækisins, sem tryggir að net InstaVolt hafi nauðsynleg landréttindi og öryggi. Laura á að baki traustan feril á sviði jarðalaga og félagaréttar og gegndi stöðum hjá fyrirtækjunum SSE og Anesco, sem starfa á sviði endurnýtanlegrar orku, áður en hún gekk til liðs við InstaVolt.

Rachael Kendrew

Yfirmaður verkefnaþróunar

Rachael Kendrew

Yfirmaður verkefnaþróunar

Rachael gekk til liðs við InstaVolt árið 2017 sem hluti af undirbúningsteyminu. Rachael, sem býr yfir rúmlega átta ára reynslu á sviði endurnýjanlegrar orku, á að baki traustan feril í greininni og gegndi stöðum hjá bæði SSE og Anesco áður en hún hóf störf hjá InstaVolt.

Í dag stýrir Rachael verkefnaþróunardeildinni okkar og er ábyrg fyrir öllu samþykki fyrir staðsetningum, hönnun svæða, teikningum, skipulagningu og almennri verkefnaþróun áður en verkefni eru færð yfir til byggingarteymisins.

Imogen Willoughby

Markaðsstjóri

Imogen Willoughby

Markaðsstjóri

Imogen er markaðsstjóri InstaVolt og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2020.

Imogen býr yfir rúmlega níu ára reynslu af kynningar- og markaðsmálum og á að baki traustan feril við uppbyggingu og framkvæmd markaðssetningar fyrir fjölþjóðleg bílafyrirtæki. Í starfi sínu sem markaðsstjóri fylgist Imogen með öllum markaðsstörfum fyrirtækisins og styður við áframhaldandi viðgang InstaVolt.

Nathan Piper

Yfirmaður sölu- og rekstrarþróunar

Nathan Piper

Yfirmaður sölu- og rekstrarþróunar

Nathan, sem er með rúmlega áratugarlanga sölureynslu, gekk til liðs við InstaVolt árið 2020.

Sem yfirmaður sölu- og rekstrarþróunar stýrir Nathan uppsetningu hraðhleðslustöðva InstaVolt hjá samstarfsaðilum fyrirtækisins og stuðlar að því markmiði fyrirtækisins að setja upp 10.000 hraðhleðslustöðvar fyrir árið 2032. Nathan er ábyrgur fyrir umsjón með viðskiptavinum og samstarfsaðilum InstaVolt og því að tryggja að uppsetning á nýjum stöðum gangi hratt og vel fyrir sig.

Darren Rees

Yfirmaður rekstrar og viðhalds

Darren Rees

Yfirmaður rekstrar og viðhalds

Darren, sem er reyndur rekstrarstjóri, hóf störf hjá InstaVolt árið 2022 og á að baki farsælan feril hjá fjölþjóðlegum fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum.

Í starfi sínu sem yfirmaður rekstrar og viðhalds ber Darren ábyrgð á afköstum, áreiðanleika og viðhaldi InstaVolt-netsins og stjórn netafkastadeildar, verkfræðingadeildar og vörustjórnunardeildar fyrirtækisins. Darren hefur einnig umsjón með þjónustudeild InstaVolt sem veitir viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.

Tim Douglas

Yfirmaður verkefnaáætlunar

Tim Douglas

Yfirmaður verkefnaáætlunar

Tim er með meira en 15 ára reynslu í verktaka- og orkugeiranum. Hann gekk til liðs við InstaVolt í mars 2022 sem yfirmaður verkefnaáætlunar.

Tim er ábyrgur fyrir tveimur lykilþáttum í uppsetningu InstaVolt-netsins: annars vegar að hafa yfirumsjón með tengingardeildinni og sækja um tengingar við rafveitukerfið til að tryggja að hleðslubúnaðinum okkar sé séð fyrir rafmagni. Hins vegar að hafa umsjón með verkefnastjórateyminu okkar í afhendingardeildinni til að tryggja að hraðhleðslunet InstaVolt nái 10.000 hleðslustöðvum fyrir árið 2032.

Áður en Tim hóf störf hjá InstaVolt var hann í 14 ár hjá SSE og tók þar þátt í ýmsum verkefnum, allt frá lágspennutengingum yfir í 132 kV tengivirki. Síðast vann Tim hjá Leep Utilities við yfirumsjón með uppsetningu raf- og vatnsveitukerfa.